Á-listinn í Árborg tilbúinn

Listi bæjarmálafélagsins Áfram Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor er nú fullskipaður. Það eru Píratar og Viðreisn, ásamt óháðum, sem standa að framboðinu.

Áður höfðu sex efstu frambjóðendur á listanum verið kynntir en listinn er nú fullskipaður. Eyrún Magnúsdóttir, núverandi bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar og Jóna Sólveig Elínardóttir, fyrrum þingmaður Viðreisnar, skipa heiðurssætin.

Í tilkynningu frá framboðinu kemur fram að það leggi áherslu á skýra framtíðarsýn fyrir Árborg, faglega og opna starfshætti við stjórnun og rekstur sveitarfélagsins og aukna aðkomu íbúanna að stefnumarkandi ákvörðunum.

Á-listinn í Árborg er þannig skipaður:
1. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur, Selfossi
2. Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur, Selfossi
3. Sigurður Ágúst Hreggviðsson, öryrki, Selfossi
4. Guðfinna Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari, Selfossi
5. Gunnar E. Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnarfulltrúi, Selfossi
6. Ingunn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur, Selfossi
7. Viðar Arason, bráðatæknir , Selfossi
8. Selma Friðriksdóttir, sjúkraflutningamaður, Stokkseyri
9. Kristinn Ágúst Eggertsson, húsasmiður, Selfossi
10. Sigrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur, Selfossi
11. Grímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Selfossi
12. Valgeir Valsson, starfsmaður Fagform, Selfossi
13. Sigurjón Njarðarson, lögfræðingur, Selfossi
14. Eva Ísfeld, starfsmaður MS, Eyrarbakka
15. Axel Sigurðsson, búfræðingur, Selfossi
16. Auður Hlín Ólafsdóttir, nemi í lyfjafræði, Stokkseyri
17. Eyrún Magnúsdóttir, framhaldsskólakennari og stjórnsýslufræðingur, Selfossi
18. Jóna Sólveig Elínardóttir. Alþjóðastjórnmálafræðingur, Selfossi

Fyrri greinÁrborg gerir styrktarsamning við Veiðisafnið
Næsta greinSelfoss fær sterkan varnarmann