Kiriyama Family fékk samfélags-viðurkenningu Árborgar

Sveitarfélagið Árborg afhenti menningarviðurkenningu Árborgar 2018 og samfélagsviðurkenningu á afmælistónleikunum í íþróttahúsi Vallaskóla 18. apríl sl.

Þetta árið hlutu þrír einstaklingar menningarviðurkenninguna en það voru þau Sigurður Jónsson, kennari og listamaður, Rannveig Anna Jónsdóttir í Konubókastofu og Elfar Guðni Þórðarson, listmálari.

Við sama tilefni var hljómsveitinni Kiriyama family veitt samfélagsviðurkenning fyrir þeirra störf með hvatningu um áframhaldandi velgengni enda ung hljómsveit sem er að gera það gott erlendis.


Kiriyama Family ásamt Kjartani Björnssyni og Söndru Dís Hafþórsdóttur. Ljósmynd/arborg.is

Fyrri greinHalldóra leiðir H-listann
Næsta greinÖruggur sigur Selfyssinga