Vorhátíð Kötlu Jarðvangs næstu fjórar vikurnar

Vorhátíð Kötlu Jarðvangs hefst í dag, sumardaginn fyrsta, og stendur til 19. maí næstkomandi.

Fjöldi viðburða verður á hátíðinni innan jarðvangsins sem nær yfir þrjú sveitarfélög; Rangarþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp.

Á opnunardegi hátíðarinna verður boðið upp á málþing í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi boða til málþingsins undir yfirskriftinni „Máttur víðernanna“.

Í kvöld kl. 19:30 verða svo tónleikar á Eldstó Art Café á Hvolsvelli með hljómsveitinni Remedía.

Meðal viðburða á næstu vikum má nefna fyrstu alþjóðlegu farfuglahátíð landsins „Spóahátíð“ og utanvegahlaup um Hjörleifshöfða, gönguferðir, sýningar, minjaþing, sólskoðun og strandhreinsun.

Skoða má dagskrá hátíðarinnar hér.

Fyrri greinLeitað að framúrskarandi ungum Íslendingum
Næsta greinÞingfundur á Þingvöllum þann 18. júlí