Leitað að framúrskarandi ungum Íslendingum

Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar hafa verið veitt árlega af JCI Íslandi frá árinu 2002.

Þau eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni, ungs fólks sem kemur til með að hafa áhrif í framtíðinni.

Nú er óskað eftir tilnefningum en allir geta tilnefnt unga Íslendinga sem þeim þykja skara framúr. Sérstök dómnefnd fer svo yfir tilnefningar og velur tíu framúrskarandi einstaklinga sem hljóta viðurkenningu. Einn þessara einstaklinga hlýtur svo verðlaunin Framúrskarandi ungur Íslendingur.

Hægt er að senda inn tilnefningu hér.

Lista yfir fyrri verðlaunahafa má skoða hér.

Fyrri greinGleðilegt sumar!
Næsta greinVorhátíð Kötlu Jarðvangs næstu fjórar vikurnar