Andri ráðinn forstöðumaður Skógasafns

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Andri Guðmundsson.

Selfyssingurinn Andri Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Skógasafns, í Skógum undir Eyjafjöllum.

Hann tekur við starfinu þann 1. júlí næstkomandi af Sverri Magnússyni sem lætur af störfum sökum aldurs. Andri hefur unnið á Skógasafni frá árinu 2015.

Bændablaðið greinir frá þessu.

„Starf forstöðumanns leggst vel í mig. Það er margt sem ég þarf að koma mér inn í svo breytinga er ekki að vænta fyrst um sinn. Það sem ég hef í öndvegi er að halda áfram með það góða starf sem hér hefur verið unnið og leiða safnið áfram inn í framtíðina,“ segir Andri í samtali við Bændablaðið. 

Andri er með M.Sc í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands og BA-próf í þjóðfræði frá HÍ, auk þess að vera stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti