Samið áfram um uppbyggingu reiðvega

Sveitarfélagið Árborg og Hestamannafélagið Sleipnir hafa endurnýjað samning sinn um uppbyggingu reiðvega í sveitarfélaginu í stað samnings sem fellur úr gildi í lok þessa árs.

Að þessu sinni var gerð sú breyting á samningnum að hann tekur til viðhalds reiðvega, auk uppbyggingar, og er viðhald reiðvega í Tjarnabyggð jafnframt fellt undir hann.

Nýi samningurinn gildir frá 2019-2023 og er heildarframlag sveitarfélagsins á samningstímanum 21 milljón króna.

Meðfylgjandi mynd var tekin eftir undirritun samningsins og á henni eru fulltrúar Hestamannafélagsins Sleipnis, Magnús Ólason, formaður, og Einar Hermundsson, formaður reiðveganefndar, auk Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar.

Fyrri greinEmma Higgins í Selfoss
Næsta greinFerðaþjónustan kallar á fjölda nýrra starfsmanna