Álfheiður efst hjá Pírötum – Bjóða fram með Viðreisn

Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur, sigraði í prófkjöri Pírata í Árborg sem lauk fyrr í vikunni. Hún fékk 50 atkvæði í 1. sætið.

Annar varð Sigurður Ágúst Hreggviðsson, Kristinn Ágúst Eggertsson þriðji og Gunnar E. Sigurbjörnsson fjórði. Alls greiddu 74 atkvæði í prófkjörinu.

Að sögn Erlu Hlynsdóttur, framkvæmdastjóra Pírata, hafa Píratar ákveðið að bjóða fram með Viðreisn í Árborg. Einnig hafa óflokksbundnir íbúar með brennandi áhuga á sveitarstjórnarmálum gengið til liðs við framboðið.

„Nú halda áfram viðræður milli þessa flokka um hvernig á að raða á listann. Píratar og Viðreins í Árborg hafa átt gott málefnastarf. Listinn verður vonandi tilbúinn fyrstu helgina í apríl, efsta fólk hið minnsta,“ sagði Erla í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinEinvígið hefst 5. apríl
Næsta greinÁrborg með stórsigur – KFR og Ægir töpuðu