Sat fastur eftir utanvegaakstur

Ökumaður sem stöðvaður var við akstur utan vegar á Breiðamerkursandi í gær, sunnudag, lauk máli sínu með greiðslu sektar að upphæð 50 þúsund krónur.

Ekki urðu umtalsverðar gróðurskemmdir af akstri þessum en hinsvegar sat bíllinn fastur og þurfti ökumaðurinn að leita sér aðstöðar við að ná honum lausum af vettvangi.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Fyrri greinFór ránshendi um Suðurland á stolnum bíl með stolnar plötur
Næsta greinHamar stendur vel að vígi