Bandarískur námsmaður með þungan bensínfót

Lögreglan á Suðurlandi kærði fimmtíu ökumenn fyrir að aka of hratt í síðustu viku. Hraðast ók bandarískur námsmaður á ferðalagi sínu austan Víkur á 158 km/klst hraða.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi segir að vorið sé að koma og þá þyngist bensínfóturinn verulega hjá sumum ökumanna í umferðinni.

Ferðamaður frá Hong Kong var á svipuðum slóðum og bandaríski námsmaðurinn og mældist hraði bifreiðar hans 150 km/klst.

Alls eru 42 þessara hraðakstursmála komin í farveg. Álagðar sektir vegna þeirra nema 1,8 milljónum króna og renna þær „til ríkissjóðs til góðra verka“, eins og lögreglan orðar það í dagbókinni.

Fyrri greinUnnur Dóra á skotskónum
Næsta greinHafði ekki sofið í 36 klukkutíma áður en hann ók útaf