Auður ráðin framkvæmdastjóri Landverndar

Selfyssingurinn Auður Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Landverndar og hefur hún störf þann 1. maí næstkomandi.

Auður er með doktorspróf í lífefnafræði frá Stokkhólmsháskóla/Karolinska Institut og hefur stundað rannsóknir á því sviði. Hún starfaði áður sem deildarstjóri hjá Orf Líftækni og hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Síðastliðin tvö ár hefur hún gengt starfi deildarforseta Auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands. Auður hefur setið í framkvæmdastjórn hjá Orf Líftækni og hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og er formaður Samtaka kvenna í vísindum. Hún hefur sinnt umhverfismálum frá unglingsárum.

Auður tekur við starfinu af Salome Hallfreðsdóttur, en Salome hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá því í nóvember síðastliðnum þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar, tók við embætti umhverfisráðherra.

Fyrri greinTap í síðasta heimaleiknum
Næsta greinVið ætlum að opna bókhald Árborgar