Gáfu fjölbrautaskólanum glæsilegt málverk

Skemmtileg uppákoma varð nýlega á kaffistofu kennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands þegar tvær námsmeyjar í myndlist, Anna Sigurveig Ólafsdóttir og Katla Sif Ægisdóttir, færðu stjórnendum málverk sem þær vildu gefa skólanum.

Mikil vinna hefur farið í málverkið en þær Anna Sigurveig og Katla Sif hafa notað um hálfa önnina til að klára það. Verkið er hið glæsilegasta en innblásturinn fengu þær stöllur frá listmálurunum Louisu Matthíasdóttur og Magnúsi Jónssyni.

Anna og Katla eru miklar vinkonur og hestakonur og bera hestarnir í verkinu allir nöfn úr hestafjölskyldum þeirra beggja.

Mæltist gjöfin vel fyrir af öllum viðstöddum og var listamönnunum boðið upp á hressingu í lok athafnarinnar.

Fyrri greinLjósmyndasýning á 20 ára afmæli Árborgar
Næsta grein„Erum afar stolt af þessum verðlaunum“