Viðgerð á Eyrarlögninni lokið

Viðgerð á Eyrarlögninni, heitavatnslögn sem liggur um Sandvíkurhrepp og niður á Eyrarbakka og Stokkseyri lauk nú í kvöld. Verið er að hleypa vatni á lögnina.

Búast má við að eðlilegur þrýstingur verði komin á kerfið í nótt eða fyrramálið.

Viðgerð á lögninni hófst í síðustu viku en ítrekaðar bilanir í kjölfarið hafa valdið íbúum á svæðinu óþægindum. Vonast er til að viðgerð sé nú að fullu lokið.

Fyrri greinSætur sigur í Vestmanneyjum
Næsta greinSelfossbíói lokað