Aurskriða féll ofan Víkur

Aurskriða féll úr austurhlíð Reynisfjalls, fyrir ofan Víkurþorp í Mýrdal, í nótt. Skriðan náði ekki niður í byggð.

Mikið hefur rignt í Mýrdalnum í nótt og í morgun, og hefur það losað um jarðveginn efst í fjallinu.

Skriðan náði ekki niður í byggð en er áberandi í hlíðinni og fór hún yfir veginn í Reynisfjalli á fjórum stöðum.

Spýjan stöðvaðist talsvert fyrir ofan íbúðarhúsin við Mýrarbraut, efst í þorpinu.

Fyrri greinTap í fyrsta leik í Lengjunni
Næsta greinVelti ótryggðum bíl