Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Hellisheiðin er lokuð. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Allflestir vegir í uppsveitum Árnessýslu ásamt Hellisheiði, Þrengslum og Suðurstrandarvegi eru nú lokaðir. Björgunarsveitir í Árnessýslu og af höfuðborgarsvæðinu eru á fullu við að aðstoða ökumenn um alla sýsluna.

Um 150 manns eru fastir í þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum og talsverður fjöldi bæði á Gullfossi og Geysi.

Ferðamönnum sem ekki hafa komist leiðar sinnar frá Selfossi hefur verið vísað í fjöldahjálparstöð RKÍ við Eyraveg.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti