Fjórir fluttir á sjúkrahús

Suðurlandsvegi var lokað síðdegis í dag austan við Selfoss vegna umferðarslyss nálægt afleggjaranum að Uppsölum. Vegurinn hefur verið opnaður á nýjan leik.

Neyðarlínan fékk boð um slysið kl. 17:24 en samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu losnaði stór kerra aftan úr bíl sem var á leið í austurátt með þeim afleiðingum að hún hafnaði framan á níu manna rútu sem kom út gagnstæðri átt.

Fjórir voru fluttir á sjúkrahús með Sjúkraflutningum HSU. Brunavarnir Árnessýslu eru enn á staðnum ásamt lögreglu og vinna við rannsókn og upphreinsun.

Gera má ráð fyrir því að vegurinn verði lokaður til kl. 19:30.

UPPFÆRT 19:43

Fyrri greinRúrí kynnir nokkur þekkt verk
Næsta greinJón Daði leikmaður mánaðarins