Fullur og fastur í skafli

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Einn er grunaður um að hafa ekið bifreið sinni undir áhrifum fíkniefna í liðinni viku í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi.

Hann var á ferð um Stokkseyri og reyndist einnig sviptur ökurétti vegna fyrri brota.

Þá voru þrír kærðir fyrir að aka bifreiðum sínum ölvaðir, einn á Hellu og annar á Selfossi. Sá þriðji var í Ölfusinu þar sem komið var að honum við að reyna að losa bifreið sina úr skafli.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti