Skólahald fellur niður í ML á morgun

Þar sem færðin í uppsveitum Árnessýslu er afleit og vegir meira og minna lokaðir hefur verið tekin sú ákvörðun að skólahald í Menntaskólanum að Laugarvatni falli niður á morgun.

Veðrinu mun ekki slota fyrr en eftir miðnætti samkvæmt veðurspá. Spáin fyrir morgundaginn (mánudag) er góð en ljóst er að það tekur lungann úr morgundeginum fyrir Vegagerðina að ryðja alla vegi.

Á morgun er kjörfundur nemendafélagsins Mímis og í tilkynningu frá skólameistara eru nemendur eru hvattir til að kjósa til nýrrar stjórna Mímis um leið og þeir koma á staðinn.

Fyrri greinSunnudagur: Hellisheiði og Þrengsli lokuð – Ekkert ferðaveður á Suðurlandi
Næsta greinSálir Jónanna ganga aftur í Aratungu