Grímuklæddur maður réðst á 13 ára dreng

Grímu­klædd­ur maður réðst á 13 ára dreng und­ir Hamr­in­um í Hvera­gerði um klukk­an fimm í dag og skipaði hon­um að af­henda sér allt sem hann var með, þá sér­stak­lega síma.

Maður­inn réðst aft­an að drengn­um og ýtti hon­um niður, en dreng­ur­inn, sem er stór eft­ir aldri, náði að snúa sér við og koma sér und­an. Hund­ur drengs­ins kom þá aðvíf­andi og glefsaði í mann­inn sem flúði í kjöl­farið af vett­vangi. Maður­inn náði því ekki að stela neinu af drengn­um.

Mbl.is greinir frá þessu.

For­eldr­arn­ir drengsins höfðu strax sam­band við lög­regl­una sem kom og ræddi við dreng­inn og fékk lýs­ing­ar á mann­in­um, en hann var með lambhús­hettu yfir and­lit­inu.

Frétt mbl.is

Fyrri greinSpennandi lokamínútur í Hellinum
Næsta greinHellisheiði opin!