Heiðin opin – Þrengslin opin

Hellisheiði og Þrengslum var lokað seint í gærkvöldi vegna hvassviðris og skafrennings. Þrengslin hafa verið opnuð aftur.

Veðurstofan gerir ráð fyrir hríð og skarfrenningi til miðnættis. Skilin munu ganga hratt yfir landið og setur niður talsverðan snjó. Í fyrramálið snýst í suðvestan hvassviðri með éljum og blindu um vestanvert landið.

Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi og sumsstaðar éljagangur.

Ekki koma nánari uppfærslur á tilkynningum Vegagerðarinnar í nótt en hægt er að fylgjast með færðarkorti á vef hennar.

UPPFÆRT 8:10: Þrengslin eru opin en Hellisheiðin er ennþá lokuð. Verið er að opna og hreinsa vegi á Suðurlandi, víða er snjóþekja en sums staðar er enn þæfingur eða jafnvel þungfært.

UPPFÆRT 11:10: Hellisheiði er opin.

Fyrri greinEkki talin frekari hætta á flóðum
Næsta greinGígja kláraði leikinn í framlengingunni