Hellisheiði og Þrengslum lokað - Búið að opna

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Mynd úr safni. sunnlenska.is/Grétar Guðmundsson

Nú er versnandi veður á suðvesturhorni landsins, það er að bæta í vind með mikilli úrkomu, sem þýðir að búast má við afar takmörkuðu skyggni.

Búið er að loka bæði Hellisheiði og Þrengslum. Það var gert á tíunda tímanum í kvöld. Hægt er að fara um Suðurstrandarveg en þá þarf að fara í gegnum Grindavík þar sem er stórhríð. Krýsuvíkurvegur er þungfær.

Hálka og snjóþekja er á vegum um allt sunnan og vestanvert landið.

UPPFÆRT 07:20: Búið er að opna báðar leiðir.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti