Tveir ökumenn handteknir vegna

Í liðinni viku handtók lögreglan á Suðurlandi tvo ökumenn grunaða um ölvunarakstur. Annar ók innanbæjar á Hvolsvelli aðfaranótt síðastliðins sunnudags en hinn að kvöldi mánudagsins 29. janúar.

Sá hafði ekið utan í tvær bifreiðar á Ölfusárbrú og haldið áfram eftir það áleiðis út af brúnni en skilið eftir tvær skemmdar bifreiðar þar, aðra óökuhæfa.

Nokkurn tíma tók að vinna vettvangsrannsókn og rýma brúna og var hún því lokuð fyrir umferð á meðan.

Ekki urðu alvarleg slys á fólki en ökumaðurinn sem slysinu olli var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til aðhlynningar.

Fyrri greinIngunn sótti ferðamenn á hótel
Næsta greinKlemmdist á milli bifreiða á Suðurlandsvegi