Ingunn sótti ferðamenn á hótel

Fyrr í dag var óskað eftir aðstoð Björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni til þess að ferja ferðamenn frá Ion hótelinu á Nesjavöllum niður í Grímsnes.

Rúta beið eftir ferðamönnunum í Grímsnesinu en ekki þótti öruggt að senda rútuna að hótelinu vegna mikillar hálku á Nesjavallaleið.

„Þau eru mörg og misjöfn verkefnin hjá okkur í Ingunni. Enn sannar nýji Fordinn sig í verkefnum hjá okkur en hann er fjórtán manna og á splunkunýjum negldum 35″ dekkjum,“ segir í færslu á Facebooksíðu Ingunnar.

Fyrri greinSigur FSu hékk á bláþræði
Næsta greinTveir ökumenn handteknir vegna