Tilnefning hafin í vígslubiskupskjöri

Skálholt, dómkirkjan og bærinn, séð til norðurs. Ljósmynd © Mats Wibe Lund

Kosn­ing nýs vígslu­bisk­ups í Skál­holtsum­dæmi er haf­in að nýju. Fjór­ir prest­ar hafa lýst því sér­stak­lega yfir að þeir sæk­ist eft­ir til­nefn­ing­um, þeir sömu og við fyrra kjörið.

Það eru Axel Árna­son Njarðvík, Ei­rík­ur Jó­hanns­son, Kristján Björns­son og Jón Helgi Þór­ar­ins­son.

mbl.is greinir frá þessu.

Kosn­ing­in hefst með til­nefn­ing­um til embætt­is­ins. Aðeins vígðir menn sem hafa kosn­inga­rétt hafa rétt til þess að til­efna. Til­nefn­ing hófst í gær og stend­ur í fimm daga. Í mars verður síðan kosið á milli þeirra þriggja sem flest­ar til­nefn­ing­ar fá. Við það kjör eru leik­menn í meiri­hluta kjör­manna.

Fyrri greinTæpt í lokin hjá Þórsurum
Næsta greinGul viðvörun í gildi fyrir Suðurland