Búið að opna Hellisheiði

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image

Hellisheiði hefur verið opnuð en henni var lokað snemma í gærkvöldi vegna veðurs. Þrengslin eru sömuleiðis opin í báðar áttir.

Hálka, hálkublettir og krapi er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar á Suð-vestanverðu landinu. Flughálka er í sunnanverðum Grafningi. 

Vegna hálku og vinds féll skólaakstur niður í Sandvíkurhreppi fyrir nemendur Sunnulækjarskóla. Flughálka er í Flóanum í kringum Selfoss.

Hálkublettir eða snjóþekja er með Suð-austurströndinni. 

UPPFÆRT KL. 14:13

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti