Anna Greta ráðin á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Anna Greta Ólafsdóttir.

Anna Greta Ólafsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Flóaskóla, hefur verið ráðin sem mannauðsstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða til næstu fimm ára og hóf hún störf í dag.

Anna Greta sem er 35 ára að aldri, er menntaður íþróttafræðingur í grunninn með meistarapróf í menningarstjórnun.

Undanfarin fimm ár hefur hún starfað sem skólastjóri, fyrst við Reykhólaskóla og svo við Flóaskóla, þar til henni var sagt upp störfum þar í apríl í fyrra.

Bæjarins besta greinir frá þessu

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti