Hellisheiði og Þrengsli lokuð

Hellisheiði lokað. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lokað er yfir Hellisheiði og Þrengsli, hægt er að fara Suðurstrandarveg og Grindarvíkurveg en þar er hálka og skafrenningur.

Stormur skellur á í kvöld sunnan- og vestanlands með stórhríð á fjallvegum, 20-23 m/s og nánast engu skyggni. Vegagerðin hafði tilkynnt fyrr í dag að búast mætti við lokunum.

Á láglendi hlánar fyrir miðnætti með vatnselg í þéttbýli í nótt og fyrramálið.

UPPFÆRT KL. 20:34: Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðar.

Fyrri greinÍbúafundi í Bláskógabyggð frestað
Næsta greinStefna á Íslandsmet í gerð armbanda