Aðflutt­ir íbú­ar með hærri laun

Aðflutn­ing­ur fólks af höfuðborg­ar­svæðinu á þátt í vax­andi út­svar­s­tekj­um Hvera­gerðis. Með sama áfram­haldi verða íbú­arn­ir senn 3.000 manns í fyrsta sinn í sög­unni.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Al­dís Haf­steins­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Hvera­gerðis, seg­ir í samtali við Morgunblaðið að íbú­um hafi fjölgað um tæp 50% frá alda­mót­um. Íbúa­tal­an sé að nálg­ast 2.600.

Fram kom í Morg­un­blaðinu í síðustu viku að út­svar­s­tekj­ur Hvera­gerðis juk­ust um 54,8% árin 2013 til 2017. Það var önn­ur mesta aukn­ing­in hjá sveit­ar­fé­lög­um. Til sam­an­b­urðar fjölgaði íbú­um um ríf­lega 12% frá 2013 og til loka árs 2017, úr 2.271 í 2.554. Útsvarið hef­ur því auk­ist langt um­fram fjölg­un íbúa.

„Íbúum hef­ur fjölgað mikið. Það skýr­ir að hluta aukn­ar út­svar­s­tekj­ur. Síðan telj­um við okk­ur finna fyr­ir því að hingað er að flytj­ast fólk með aðeins meiri tekj­ur en við höf­um áður séð. Fyr­ir vikið eru tekj­ur Hver­gerðinga í heild að aukast,“ segir Aldís.

Frétt mbl.is

Fyrri greinLeitinni að Ríkharði frestað til morguns
Næsta greinLeit dagsins bar ekki árangur