Elvar tekur sæti á Alþingi

Elvar Eyvindsson, bóndi og viðskiptafræðingur á Skíðbakka II í Austur-Landeyjum tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn í dag.

Elvar er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og kemur inn í forföllum Birgis Þórarinssonar.

Elvar er fyrrverandi sveitarstjóri í Rangárþingi eystra en hann var meðal annars sveitarstjóri er Eyjafjallajökull tók upp á því að gjósa snemma árs 2010, að því er fram kemur á heimasíðu Miðflokksins.

Fyrri greinFornar hafnir – einstök ljósmyndabók
Næsta greinKaramelludraumur