Hellisheiði og Þrengsli lokuð vegna veðurs – Búið að opna

Hellisheiði og Þrengslum var lokað vegna veðurs síðdegis í dag. Nú hefur dregið úr vindi og en búið er að opna Hellisheiði og Þrengsli

UPPFÆRT 17:30: Þrengslunum hefur líka verið lokað. Einnig er lokað um Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.

UPPFÆRT 20:35: Hellisheiði opin og Þrengslin opnast væntanlega líka í kvöld. Unnið er að því að opna Mosfellsheiði en Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns.

UPPFÆRT 22:00: Þrengslin eru opin.

Það er hálka eða hálkublettir og skafrenningur á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. Greiðfært er suður í Öræfi en sums staðar nokkur hálka þaðan.

Mosfellsheiði var lokað fyrr í dag en þar sitja tvær rútur fastar þvert á veginn og loka honum. Rúmlega 50 farþegar eru um borð í rútunum og einnig er einhver fjöldi af smærri bílum í vanda á heiðinni.

Á fjórða tímanum í dag voru boðaðar út björgunarsveitir frá Laugarvatni, Grímsnesi, Eyrarbakka, Selfossi og Reykjavík.

Sjötíu björgunarsveitarmenn eru að sinna verkefnum tengdum veðrinu sem gengur nú yfir svæðið. Er björgunarsveitafólkið með annars að flytja farþegana úr rútunum niður af heiðinni og kanna ástand annara bifreiða á svæðinu.

Fyrri greinMosfellsheiði lokað – Allt í hnút
Næsta greinNýrri bók fagnað í MÍR salnum