Umtalsverð aukning á fæðingardeildinni

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Kristín Gunnarsdóttir, ljósmóðir, með nýfæddan Sunnlending á fæðingardeildinni á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Árið 2017 fæddust 72 börn, 37 drengir og 35 stúlkur á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.

Árið áður fæddust 58 börn á fæðingardeildinni á Selfossi þannig að aukningin á milli ára er 19,4 prósent.

Sigrún Kristjánsdóttir, yfirljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir að sveiflurnar geti verið miklar frá ári til árs.

„En þessi sveifla er afar ánægjuleg þar sem hún er upp á við,“ bætir Sigrún við.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti