Stillt upp á D-listann í Hveragerði

Á fjölmennum félagsfundi Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði í kvöld var samþykkt samhljóða að viðhafa uppstillingu við röðun á framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Í uppstillinganefnd voru kosin Birkir Sveinsson formaður nefndarinnar, Guðríður Aadnegård, Smári Björn Stefánsson, Ösp Baldursdóttir, Margrét Jóna Bjarnadóttir og Daði Sævar Sólmundarson.

Á fundinum kom fram að stefnt yrði að því að framboðslistinn væri tilbúinn fyrir lok marsmánaðar.

Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis á yfirstandandi kjörtímabili, fjóra bæjarfulltrúa af sjö.
Samkvæmt heimildum sunnlenska.is hafa Aldís Hafsteinsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Friðrik Sigurbjörnsson öll lýst því yfir að þau hafi áhuga á því að gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Auk þeirra á Unnur Þormóðsdóttir sæti í bæjarstjórn fyrir hönd listans.
Fyrri greinFyrsti Sunnlendingur ársins er Rangæingur
Næsta greinJólasteikin sat í Gnúpverjum