Veirusmit á tveimur garðyrkjustöðvum á Suðurlandi

Matvælastofnun hefur borist tilkynning um veirusmit á tveimur garðyrkjustöðvum í agúrkurækt á Suðurlandi. Veiran smitar ekki menn og stafar almenningi ekki hætta af neyslu agúrka.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að óljóst sé hversu útbreidd veiran er eða hve mikið tjón getur hlotist af sýkingu á þessum tímapunkti.

Matvælastofnun skipuleggur nú sýnatökur til að kanna frekari útbreiðslu og beinir þeim tilmælum til ræktenda að gæta ítrustu smitvarna og forðast allan samgang milli ræktunarstaða.

Veiran sem um ræðir nefnist cucumber green mottle mosaic virus (CGMMV) og er af ættkvísl Tobamoveira. Hún hefur greinst víða í Evrópu.

Fyrri greinJóhann ráðinn aðstoðarskólastjóri
Næsta grein„Seljum einungis gæðavörur á lágu verði“