Jóhann ráðinn aðstoðarskólastjóri

Stjórnendaskipti urðu í Tónlistarskóla Árnesinga núna um áramótin, þegar Róbert A. Darling, skólastjóri, lét af störfum vegna aldurs.

Helga Sighvatsdóttir tók við starfi hans en hún hefur starfað sem aðstoðarskólastjóri við skólann frá árinu 2000.

Tveir sóttu um stöðu aðstoðarskólastjóra og samþykkti fagráð skólans að ráða Jóhann Inga Stefánsson til starfans.

Jóhann hefur kennt við skólann frá árinu 1988 og verið deildarstjóri blásaradeildar og almennur deildarstjóri frá 2002.

Fyrri greinÍsabella Sara semur við Selfoss
Næsta greinVeirusmit á tveimur garðyrkjustöðvum á Suðurlandi