Fjölskyldusigur í skreytinga-keppninni

Í vikunni voru tilkynnt úrslit í jólaskreytingasamkeppni Árborgar. Dómnefnd valdi þrjú íbúðarhús og eitt fyrirtæki sem fengu viðurkenninngar fyrir fallegar jólaskreytingar.

Tvö íbúðarhús á Selfossi fengu viðurkenningu og svo skemmtilega vill til að íbúar þeirra tengjast fjölskylduböndum.

Á Engjavegi 71 búa Heiðar Alexandersson og Sigrún Jóhannsdóttir og þau fengu verðlaun eins og dóttir þeirra og tengdasonur, Valgerður Rún Heiðarsdóttir og Bjarni Ingimarsson sem búa í Dranghólum 11.

Jóhann H. Jónsson og Evlalía Sigr. Kristjánsdóttir á Stjörnusteinum 18 á Stokkseyri fengu einnig viðurkenningu en þau hafa áður fengið viðurkenningar fyrir glæsilegar og skemmtilegar skreytingar.

Best skreytta fyrirtækið 2017 var síðan Lindin tískuvöruverslun á Selfossi.


Engjavegur 71.


Dranghólar 11.


Stjörnusteinar 18.

Fyrri greinÞrettán listamenn fá inni í Varmahlíð
Næsta greinFjórir búðarþjófar handteknir