Bifreið brann í Kömbunum

Eldur kviknaði í bíl í Kömbunum á tíunda tímanum í morgun. Bíllinn er mikið skemmdur þó hann hafi ekki brunnið allur.

Ökumaður var einn í bifreiðinni þegar að eldurinn kom upp og varð honum ekki meint af. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafkerfi bílsins.

Slökkviliðsmenn frá starfsstöð Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði voru sendir á vettvang og slökktu þeir eldinn.

Fyrri greinHárrétt viðbrögð íbúa komu í veg fyrir stórtjón
Næsta greinFormannsskipti og þrír sæmdir silfurmerki