Skjálfti upp á 3,8 í Skjaldbreiði

Skjaldbreiður. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Jarðskjálftahrina stendur nú yfir í fjallinu Skjaldbreiði en þar hafa mælst tæplega 100 skjálftar síðan í gærkvöld, 9. desember.

Kl. 19:20 í gærkvöldi varð skjálfti sem var 3,5 að stærð. Kl. 19:53 varð skjálfti af stærð 3,2 og kl. 21:25 var skjálfti af stærð 3,7. Stærri skjálftarnir fundust báðir í uppsveitum Árnessýslu en sá fyrri fannst einnig á Kjalarnesi og í Borgarfirði.

Í morgun kl 8:48 mældist svo skjálfti að stærðinni 3,8 á sama svæði.

Skjaldbreiður er dyngja fyrir norðan Þingvelli sem talin er hafa myndast í löngu gosi skömmu eftir ísaldarlok.

Fyrri greinSkjaldbreiður skelfur
Næsta greinTeitur skoraði fjórtán gegn Fjölni