Skjót viðbrögð komu í veg fyrir eldsvoða

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Slökkviliðsmenn notuðu svokallaðar IR-vélar til þess að kanna hvort eldur leyndist í þakinu. Ljósmynd/BÁ

Eftir hádegi í dag fengu Brunavarnir Árnessýslu tilkynningu um eld í fjósi í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Eldurinn kviknaði í þakklæðningu.

Verið er að stækka fjósið og innanhúss var mikið af nautgripum og kálfum. Vegna eðli tilkynningarinnar voru kallaðir út slökkviliðsmenn frá Flúðum, Árnesi og Selfossi en fljótlega var þó tilkynnt að eldurinn hefði verið slökktur og var þá dregið úr viðbragðinu.

Slökkviliðsmenn frá Árnesi komu fyrstir á staðinn og notuðu þeir hitamyndavélar til þess að ganga úr skugga um að engin eldhreiður væru í þakinu. 

Upptök eldsins má rekja til þess að verið var að vinna með keðjusög á þakklæðningu og við það komist lítill neisti undir klæðninguna og kveikti eldinn.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu má þakka það skjótum og góðum viðbrögðum iðnaðarmannanna á staðnum að ekki fór verr.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti