Þrjú hálkuslys tilkynnt til lögreglu

Sjö slys voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Í einu þeirra slasaðist tamningamaður á fæti þegar hestur sló hann illa.

Viðkomandi var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Þrjú slys urðu með þeim hætti að gangandi vegfarandi féll í hálku en enginn þeirra er talinn alvarlega slasaður.

Þá slasaðist karlmaður þegar hann féll af vélsleða í skipulagðri ferð á Mýrdalsjökli. Hann var talinn hafa farið úr axlarlið og var fluttur af jöklinum af ferðaþjónustufyrirtækinu og áfram undir læknishendur með sjúkrabifreið.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Fyrri greinFylgjast með ástandi ökumanna í desember-umferðinni
Næsta greinAðventukvöld Líflands á Hvolsvelli