Þjóðvegur 1 lokaður milli Markarfljóts og Víkur – Búið að opna

Þjóðvegi 1 milli Markarfljóts og Víkur var lokað í gærkvöldi vegna veðurs, og sömuleiðis veginum um Skeiðarársand og Öræfasveit.

Veður fer heldur skánandi nú um hádegi undir Eyjafjöllum og í Mýrdal, en áfram verður þó hvasst á þeim slóðum. Mjög snarpir, en staðbundnir strengir verða í allan dag frá Lómagnúpi og austur um á sunnanverða Austfirði.

Líkur eru á því að ekki verði unnt að opna fyrir umferð um Skeiðarársand og Öræfasveit fyrr en hugsanlega um miðjan dag.

UPPFÆRT 23/11 KL. 11:30

Fyrri greinSamningur gerður við foreldrafélag leikskólanna
Næsta greinKristrún kölluð inn í landsliðið