Samningur gerður við foreldrafélag leikskólanna

Undirritaður hefur verið samningur milli Foreldrafélags leikskólanna Undralands og Óskalands og Hveragerðisbæjar. Samningnum er ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda og foreldrafélagsins og tryggja öflugt æskulýðs- og forvarnarstarf fyrir börn í Hveragerði.

Í samningnum er gert ráð fyrir að félagið skipuleggi vor/sumarhátíð, útskriftarferð 5 ára barna, myndatöku ár hvert og aðra viðburði í samráði við leikskólastjóra Undralands og Óskalands. Eitt stærsta verkefni félagsins er að árlega hefur félagið gefið öllum börnum á leikskólum bæjarins bókagjöf á Degi íslenskrar tungu.

Hlutverk bæjarins er að sjá um innheimtu félagsgjalda félaginu að kostnaðarlausu en auk þess greiðir bæjarfélagið félaginu rúmlega 800 þúsund á samningstímabilinu.

Fyrri greinBorun hætt við Laugaland
Næsta greinÞjóðvegur 1 lokaður milli Markarfljóts og Víkur – Búið að opna