Fólki ráðlagt að vera ekki í nágrenninu að óþörfu

Há rafleiðni mælist nú í Múlakvísl og hefur hún verið að hækka verulega síðustu tvo daga. Rafleiðnin mælist nú 430 míkrósímens/cm á meðan lítið vatn er í ánni.

Á sama tíma í dag hefur brennisteinsvetni mælst í hlíðum Láguhvola og sýna mælar styrkleika í kringum 1ppm. Nokkuð líklegt er að hærri gildi mælist nær ánni en þau geta valdið óþægindum.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi er fólki ráðlagt að vera ekki í nágrenni við ánna að óþörfu og varast lægðir í landslagi.

Fyrri grein„Átti ekki von á því að einhver myndi kaupa sér kaffibolla“
Næsta greinMílan gaf eftir á lokakaflanum