Stórslagur í Útsvarinu á föstudag

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image

Það verður heldur betur grannaslagur í spurningaþættinum Útsvari næstkomandi föstudag en þá mætast Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Ölfus.

Það má búast við hörku keppni og góðri skemmtun og eru stuðningsmenn liðanna hvattir til þess að mæta í sjónvarpssal og styðja við bakið á sínu fólki.

Lið Hveragerðisbæjar skipa þau Svava Þórðardóttir, Sigurður Einar Hlíðar Jensen og Hafþór Vilberg Björnsson en í liði Ölfusinga eru þau Árný Leifsdóttir, Hannes Stefánsson og Magnþóra Kristjánsdóttir.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti