Réttindalaus rútubílstjóri undir stýri

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Umferðareftirlit lögreglunnar á Suðurlandi hafði afskipti af erlendum ökumanni hópbifreiðar á Suðurstrandarvegi í liðinni viku.

Við afskipti lögreglu kom í ljós að maðurinn var ekki með réttindi til að aka hópferðabílum og ekki var heldur til staðar rekstarleyfi til farþegaflutninga.

Frekari akstur rútunnar var því stöðvaður og farþegunum, fjórtán að tölu, útvegaður annar farkostur og annar ökumaður til að ljúka ferð sinni.

 

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti