Hvernig líður börnunum okkar?

Miðvikudaginn 8. nóvember kl. 18-20 verður fræðslufundur haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir foreldra nemenda í 8.-10. bekk og ungmenna yngri en 18 ára.

Það eru Heimili og skóli og Rannsóknir og greining sem standa að fundinum, í samstarfi við Samborg, FSu og grunnskólana í Árborg.

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og kennari á íþróttafræðisviði Háskólans í Reykjavík, mun fjalla um niðurstöður rannsókna meðal barna og unglinga í Árborg og Bryndís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla, fjallar um mikilvægi foreldra í forvörnum og 18 ára ábyrgð.

Á fundinum verður boðið upp á gómsæta súpu og vonast samstarfsaðilar til að sjá sem flesta foreldra/forráðamenn.

Lýðheilsusjóður og Velferðarsjóður styrkja verkefnið og gera samtökunum kleift að bjóða upp á fræðsluna endurgjaldslaust í nokkrum sveitarfélögum.

Fyrri greinHellisheiði lokuð vegna umferðarslyss – Búið að opna
Næsta greinRjúpnaskyttur gómaðar innan þjóðgarðsins