„Selfoss area - stay closer to nature“

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Frá Selfossi liggja vegir til allra átta. sunnlenska.is/Þórir Tryggvason

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum í gær að nota yfirskriftina „Selfoss area - stay closer to nature“ í kynningu og markaðssetningu fyrir erlenda ferðamenn.

Starfshópur um ferðaþjónustumál í Árborg og Flóahreppi hefur á árinu unnið að stefnumótun sveitarfélaganna í ferðaþjónustumálum í samstarfi við fyrirtækið Kapal ehf sem sérhæfir sig í markaðsráðgjöf.

Hópinn skipa þau Ásta Stefánsdóttir, Eggert Valur Guðmundson og Bragi Bjarnason frá Árborg og Eydís Indriðadóttir, Ingunn Jónsdóttir og Rósa Matthíasdóttir frá Flóahreppi.

Kapall skilaði af sér stefnumótun ásamt aðgerðalista í lok sumars en í stefnumótuninni er farið yfir stöðu sveitarfélaganna í dag; styrkleikar, veikleikar, tækifæri og ógnanir greindar og lagðar fram hugmyndir að verkefnum og yfirskrift svæðisins til að auðvelda kynningu fyrir ferðamenn.

Í stefnumótun Kapals er lagt til að framvegis verði svæðið kynnt undir yfirskriftinni „Selfoss area - stay closer to nature“. Selfossnafnið er þekkt á öllum kortum sem bæjarnafn ásamt því að vera ákveðinn miðpunktur verslunar og þjónustu á Suðurlandi. Einnig kom fram í gögnum Kapals að mögulega yrðu sveitarfélaganöfnin orðin úrelt á næstu árum ef farið yrði í sameiningar og því væri sterkast að velja nafn sem allir þekkja og ætti að standa til framtíðar.

Starfshópurinn lagði því til að nýja yfirskriftin verði framvegis notuð í kynningarefni fyrir ferðamenn, en hú vísi í lokamarkmiðið sem er að auka þann fjölda ferðamanna sem gistir lengur á svæðinu og er nær náttúruperlunum en t.d. höfuðborgarsvæðið.

Vinnu starfshópsins er ekki lokið en hann mun áfram vinna að markaðssetningu og stuðningi við ferðaþjónustu í öllu sveitarfélaginu.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti