Helga ráðin skólastjóri

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Helga Sighvatsdóttir.

Helga Sighvatsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga. Hún tekur við starfinu þann 1. janúar næstkomandi af Robert Darling sem lætur af störfum vegna aldurs.

Sex umsækjendur voru um stöðuna og tilkynnti fagráð skólans ráðninguna fyrr í vikunni.

Helga er fædd í Hafnarfirði árið 1962 og ólst upp í Biskupstungum. Hún hefur starfað við Tónlistarskóla Árnesinga frá árinu 1995 og var ráðin aðstoðarskólastjóri í ágúst árið 2000.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti