Lést á veiðum við Krakatind

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image

Lögregla, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar til síðastliðinn laugardag þegar rjúpnaveiðimaður missti meðvitund, vegna bráðra veikinda, þar sem hann var við veiðar skammt norðan við Krakatind á Landmannaafrétti.

Sonur mannsins var með honum og hafði samband við Neyðarlínu og hóf endurlífgunartilraunir sem áhöfn þyrlu hélt áfram þegar þeir komu á staðinn en þær reyndust árangurslausar.

Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.

 

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti