Leitað að rjúpnaskyttum við Heklu

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á sjötta tímanum í kvöld vegna rjúpnaskytta sem eru villtar í þoku í nágrenni Heklu.

Mennirnir eru óslasaðir og náðu að tilkynna sjálfir um neyð sína, en eru í stopulu símasambandi. Þeir halda kyrru fyrir á meðan björgunarsveitarfólk leitar að þeim.

Hópar frá björgunarsveitum á Suðurlandi eru komnir á svæðið og búið er að boða út leitarhunda og sporhund.

Fyrri greinTurudija í Selfoss – Hafþór framlengir
Næsta greinHamar hraðmótsmeistari í fimmtánda sinn