Var að skrifa SMS og velti

Átján ára gamall ökumaður slapp án alvarlegra meiðsla þegar hann velti bíl sínum á Biskupstungnabraut í síðustu viku. Hann kvaðst hafa verið að svara smáskilaboðum í síma sínum þegar slysið varð.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Tveir ökumenn voru kærðir í síðustu viku fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur og þá voru þrír kærðir fyrri að nota ekki öryggisbelti. Einn ökumaður til viðbótar var kærður fyrir að gæta þess ekki að barn sem var farþegi í bíl hans notaði viðurkenndan öryggisbúnað.

Fyrri greinVelti bíl út í Ytri-Rangá
Næsta grein„Þetta er bara gaur í vinnu“