Leita ferðamanns­ á Sól­heimas­andi

Leit er haf­in á Sól­heimas­andi að banda­rísk­um karl­manni sem kom hingað til lands 12. októ­ber og átti bókað flug úr landi næsta dag, en sem ekk­ert hef­ur spurst til síðan.

mbl.is greinir frá þessu.

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu var til­kynnt um hvarf manns­ins í gær­kvöldi og fór lög­regl­an á Suður­landi að svip­ast um eft­ir mann­in­um í morg­un. Bíll hans fannst fyr­ir há­degi í dag við flug­vélarflakið á Sól­heimas­andi.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar og björg­un­ar­sveit­ir á Suður­landi hafa verið kallaðar út og eru byrjaðar að leita manns­ins.

Fyrri greinArna Ír og Vigfús hlauparar ársins
Næsta greinLíkfundur við Jökulsá á Sólheimasandi